Horses of Iceland – MARKAÐSVERKEFNI
samstarfssamningur 2020
 

UM VERKEFNIÐ

Markmiðið er að styrkja ímynd íslenska hestsins með markaðsetningu og samþættu kynningarstarfi.  Áherslan verður á verðmætasköpun og auknar gjaldeyristekjur af greininni.

Um er að ræða markaðssamstarf sem nýtist heildarhagsmunum í að byggja upp orðspor íslenska hestsins til að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu. Fylgt verður þeirri meginstefnu sem mótuð hefur verið og allir geta kynnt sér. Samstarfið mun tryggja samræmd skilaboð, meiri slagkraft og fókus í kynningunni með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Lögð verður áhersla á notkun stafrænnar miðlunar á vef og samfélagsmiðum, almannatengsl og útgáfu kynningarefnis sem byggir á grunnstoðum verkefnisins.

Að verkefninu standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningar­málaráðuneytið, Íslandsstofa, Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Félag tamningamanna og útflytjendur íslenska hestsins.

Þátttakendur og ávinningur af þátttöku í verkefninu

Aðilum sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum býðst að taka þátt í verkefninu sem og samtök þessara aðila. Einnig geta aðrir sem eru tilbúnir að taka þátt í verkefninu fjárhagslega, s.s. þjónustuaðilar, birgjar og stofnanir eða félög, gerst aðilar að verkefninu.

Ávinningur þátttakenda felst í eftirfarandi:

  • Þátttaka í ráðgjafaráði sem fundar tvisvar á ári til rýna stefnu og móta áherslur í markaðsaðgerðum
  • Upplýsingar um allar markaðsaðgerðir, niðurstöður rannsókna og ýmis fræðsla
  • Tengslamyndun við þátttakendur
  • Sýnileiki og upplýsingar um þátttakanda, m.a. með lógó viðkomandi á vefsíðu verkefnisins og tengill á vefsíðu þátttakanda, sýnileiki á viðburðum, upplýsingaefni í fjölmiðlapakka sem dreift er til blaðamanna sem koma til landsins í tengslum við verkefnið og kynning með beinum markpósti
  • Möguleiki að tengjast markaðsaðgerðum og viðburðum s.s. í tengslum við Landsmót og Heimsmeistaramót þar sem verkefnið verður kynnt
  • Leyfi til að nýta einkenni verkefnisins (Horses of Iceland – færir þig nær náttúrunni) á vefsíðu þátttakanda með tengingu inn á vefsíðu verkefnisins
  • Önnur tækifæri verða þróuð í samráði við þátttakendur

Þátttakendur staðfesta þátttöku til 18 mánaða (júní 2021) og samþykkja skilmála verkefnisins með undirskrift sinni. Greiðslur fara fram árlega í tvennu lagi, helmingurinn í upphafi árs og helmingurinn í lok árs.

 
Upplýsingar um fyrirtæki
 
 
 
 
Nafn fyrirtækis*
 
 
Kennitala fyrirtækis*
 
 
Flokkar*
 
 
Sími*
 
 
Vefsíða*
 
 
 
 
Upplýsingar um tengiliður/ábyrgðaraðili fyrirtækisins
 
 
Fornafn*
 
 
Eftirnafn*
 
 
Netfang*
 
 
Starfsheiti*
 
 
Farsími*
 
 
 
 
 
 
Upplýsingar um viðbótar tengiliður/ábyrgðaraðili fyrir hönd fyrirtækisins
 
 
 
Fornafn
 
 
Eftirnafn
 
 
Netfang
 
 
 
 
 
Fjárframlag kr.*
 
 
 
 
 
 
 
Skilmálar
 
 
 
 
 
Fyrir hönd ofangreinds fyrirtækis er hér með staðfesti ég þátttöku í markaðssamstarfi um kynningu á íslenska hestinum árið 2020.*
 
 
 
 
Vinsamlegast gangið úr skugga um að staðfesting um skráningu hafi borist á netfangið sem þið tilgreinduð hér fyrir ofan (athugið að pósturinn gæti lent í ruslhólfi).

Ef þú lendir í vandræðum með að senda inn skráninguna gætirðu þurft að uppfæra vafrann þinn eða nota annan vafra.